Í minningu heilags Frances
Í tilefni að því að í dag er st. Frances dagur datt mér í hug að byrja á þessu bloggi aftur eftir langt hlé. En fyrir þá sem ekki vita var heilagur Frances gerður að dýrlingi á Spáni eftir frækna för hans með hinn heilaga kaleik yfir Pýrenafjöll á öndverðri 11. öld. Frances þessi var farandpredikari og í klaustri einu í Andorra fann hann hinn heilaga kaleik sem þá hafði verið týndur og tröllum gefin um skeið. Munkunum í klaustrinu var mjög annt um kaleikinn og neituðu alfarið að hann yrði færður fyrir Jimenez Kardinála. Það var Frances ráðgáta hvers vegna munkarnir höfðu þagað yfir þessu leyndarmáli sínu svo lengi. Í skjóli nætur hnuplaði Frances kaleiknum og lagði á flótta. En munkarnir urðu hans varir og veittu honum skjóta eftirför. Eftir þriggja sólahringa flótta var Frances aðframkominn af þorsta og þreytu. Sér hann þá geit á beit þar skammt frá. Hann bregður á það ráð að mjólka út geitinni beint í hinn heilaga kaleik. Er hann hafði drukkið fylli sína finnur hann fyrir guðdómlegum ógnarkrafti, þrífur geitina á bak sér, hleypur suður yfir fjöllinn og unir sér ekki hvíldar (nema rétt til að súpa úr geitinni) fyrr en hann stendur frammi fyrir Kardinálanum. Var þetta síðan kallað hið mikla kraftaverk Francesar. En ekki vildi betur til en svo og að sjö vikum eftir fund kaleiksins réðust Márar á Spán og hrifu kaleikin með sér. Síðan hefur ekkert til hans spurst. Þrátt fyrir það var Frances gerður að dýrlingi og til minningar um hann þjóra Spánverjar geitamjólk úr gull-kaleikum hvert ár á þessum degi. Skál.
1 Comments:
Nr 1: It's alive...
Nr 2: Viltu vinsamlegast fá þér annað kommentakerfi? Þetta er alveg glatað ;)
Skrifa ummæli
<< Home