Timburmenn
Um áramótin ákváðum við Þóra að hætta að reykja. Við höfum staðið við það að einhverju leyti. Við erum alveg hætt þessum dagreykingum og laus við þessa kvöð að þurfa sífellt að eiga sígarettur. Hins vegar höfum við verið að stelast í að reykja um helgar með því að við fáum okkur í glas. Sem er bara fínt fyrirkomulag, það gerir það einhvern veginn auðveldara að reykja ekki hversdagslega þegar maður veit að maður getur stolist í eina og eina þegar svo ber undir. Það undarlega við þennan rúma mánuð sem liðin er síðan við hættum að við erum bæði búinn að vera mikið kvefuð og slöpp og jafnvel lagst í rúmið af og til. Ég tengi þetta beinlýnis því að við erum hætt að reykja því fyrir jól urðum við aldrei veik og ekki einu sinni örlítið slöpp. Nú mundu sumir vinir mínir segja að ég væri að réttlæta fyrir sjálfum mér að byrja að reykja aftur, en svo er ekki í þetta sinn. Ég held nefnilega að nú þegar líkaminn fær ekki sitt vanalega tóbak, losni um allt það eitur og óþverra sem búin er að safnast upp í kringum árin. Þetta beinlýnis flæðir úr manni í allskonar formum og litum og þess vegna erum við búinn að vera svona slöpp. Og nú enn einu sinni er ég orðinn rúmfastur vegna kvefs og slappleika og það á föstudegi, hrikalegt ástand alveg. Nema þetta séu timburmenn eftir alla geitamjólkina í gærkveldi.
4 Comments:
Það er bara staðreynd, gott ef hún er ekki bara vísindalega sönnuð, að þegar fólk hættir að reykja þá er það oft mikið veikt í marga mánuði. M.a. hef ég heyrt þá útskýringu frá lækni að sígarettur séu svo eitraðar að þær drepi megnið af þeim sýklum sem koma í mann meðan maður reykir þannig að maður verði síður veikur, skemmi ónæmiskerfið líka þannig að þegar þú hættir að reykja og pestirnar mæta á svæðið þá er ónæmiskerfið orðið ónýtt og þarf ákv. langan tíma til að jafna sig og taka við sér aftur. Og þetta var fróðleiksmoli Krístínar.
Hver er þessi Þóra! Ég skil bara ekkert í þessu. Og hvenær kemurðu heim?
Og hver er þessi Stína? Ertu flæktur í eitthvað vafasamt Geiri minn
Sigurgeir?... Hver er Kristín?... Og hvar áttu heima ef þú býrð með henni en ekki Þóru?... Ég eiginlega þarf að vita það ef ég á að geta sníkt af þér gistingu!
Skrifa ummæli
<< Home