þriðjudagur, mars 08, 2005

LEGO

Um daginn kom Þóra með þrjá risastóra kassa af legokubbum heim með sér úr vinnunni. Næstu þrjú kvöld eyddum við í arkitektúr, fagurfræðilegar pælingar og skipulag herbergja í húsunum okkar sem voru alltaf, sökum þess að kubbakassarnir virðast vera botnlausir, eins stór og hugsat gat. Ég bjóst hreinlega ekki við að ég gæti gleymt mér svona í þessu eins og raunin varð, þetta er nefnilega alveg eins gaman og þegar maður var lítill jafnvel skemmtilegra. Þó við höfum verið allt uppí 3 klukkutíma að klára sum húsin vill maður alltaf rífa þau niður fljótlega aftur til að geta byggt flóknara, stærra og flottara hús. Fyrir fullorðið fólk sem hefur mikla sköpunarþörf en veit ekki alltaf nákvæmlega hvernig það á að fullnægja henni þá er lego svarið. Þetta hefur virkað á mig eins og hálfgerð slökun, og síðustu daga hef verið endurnærður og afskaplega skýr í kollinum. Ég kláraði meir að segja verkefni fyrir skólann í dag sem ég á ekki að skila fyrr en eftir viku. Eitthvað sem ég hef ekki gert síðan ég var..., ja líklega bara aldrei.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home