laugardagur, febrúar 04, 2006

4 sjónvarpsþættir sem ég elska að glápa á:
Bones eru fínir því maður var farinn að sakna gömlu buffy félagana en samt komin með nett leið á að sjá þætti aftur en aldrei eitthvað nýtt.
Blegh ég er bara ekki heit fyrir neinum þáttum núna, kannski Lost og Supernatural.
Var líka að þræla mér í gegnum Office seríu I og II núna um jólin, en áður en ég sá Cristmas specialinn gat ég bara ekki horft á þetta, Cristmas specialinn gaf mér fyrriheit um að þetta mundi allt saman enda nokkuð vel og því gat ég loks pínt mig til að horfa á þessa þætti.

4 kvikmyndir sem ég get horft á aftur & aftur:
Bring it on
Dirty Dancing
Outsiders
Point break

4 heimasíður sem ég dinglast inn á daglega:
Daglega ha ha ha ok mánaðarlega:
Hugrún.is
Olla.is
Flak.is
Ruv.is

4 uppáhalds máltíðir:
Kjötsúpa
Ristaðbrauð með Hummus og rauðlauk og grænmeti
Kjúlli í ofni með tómötum gulrætum og kús kús
Grjónagrautur með kanelsykri og slátur

4 geisladiskar sem ég get hlustað á aftur & aftur:
Desire
After the gold rush
Sinister
Best of the Supremes

8 Comments:

Blogger Reynir Freyr Reynisson said...

Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.

05 febrúar, 2006 04:07  
Blogger Garmur said...

Bring it on? Í hvaða 'erindagjörðum' hefurðu verið að horfa á þá mynd aftur og aftur? :D

Þú ert sko alveg að gleyma mestu snilldinni, Battlestar Galactica, í listanum þínum yfir bestu sjónvarpsþætti. Mikil snilld ;)

06 febrúar, 2006 11:46  
Blogger Hugrún said...

Ég held að þóra sé hér að sigla undir fölsku flaggi.... þóra það er bannað að blogga á blogg annarra... og hana nú!!!!

Ég veit að þetta eru svör þóru og ég veit líka að sigurgeir sé ekki svo áhrifa gjarn að hann sé búinn að ætleiða allar hugmyndir þóru... t.d. þetta með bring it on... ég held að sigurgeir mundi aldrei nefna hana... sigurgeir væri líka alveg hott fyrir Battlestar... sem þóra mundi alrei í lífinu nefna.... og ég gæti haldið áfram... en það er spurning um að hætta núna... áður en ég verð rekin sem besta vinkonan...

Vá...

06 febrúar, 2006 13:31  
Anonymous Nafnlaus said...

mér varð óglatt þegar ég las bloggfærslu hennar "þóru" um sama málefni...star trek og pink floyd live afsakið meðan ég æli... hélt jafnvel að Sigurgeir bæri einhvurskonar óþekktan sjónvarpsógeðis smitsjúkdóm (ÓSS) en það er smitsjúkdómur sem aðeins makar geta borið á milli sín, sjúkdómurinn er einkennalaus í byrjun en hinn smitaði verður fljótt var við breyttu viðhorfi vina sinna og einstaklingar hafa hreinlega misst bæði vini og fjölskyldur úr þessum illvíga sjúkdómi. mjöllin

07 febrúar, 2006 13:02  
Blogger kaninka said...

jæja mjöllin þú getur trútt um talað þú átt nú jafnvel nördalegri kærasta en ég með sitt rólplaying æði og ég veit ekki hvað
..og mér sýnist þú vera með óss á alvarlegra stigi en ég.

07 febrúar, 2006 19:15  
Anonymous Nafnlaus said...

´hann horfir allavega ekki á star trek og finnst pink floyd ekki magnaðir pjúff...kærasti minn hefur aldrei rólpleijað ég veit hreinlega ekki um hvað þú ert að tala... bara farin að fylla inn í eyðurnar særandi áhugamál....

mjöll

09 febrúar, 2006 12:38  
Blogger sigurgeir said...

haha
þetta er ótrlúlegt, þið eruð að rífast um hver eigi nördalegri kærasta haha jesús kristur, það er merkilegt hvað þið vinkonurnur eruð alltaf að upphefja allt sem er "cool", ég er nokkuð viss um að okkur Friðrik gæti ekki verið meira sama hvað er cool og hvað er ekki cool, við gerum það sem við gerum vegna þess að það er skemmtilegt hvort sem það er það er samþykkt af ykkur sem "cool".

09 febrúar, 2006 13:11  
Anonymous Nafnlaus said...

Haha. Þetta er nú meiri nördasíðan. Viss um að það kemur enginn nema púra nörd hér inn á þessa síðu!...Ee...Ég þarf að fara

23 febrúar, 2006 11:09  

Skrifa ummæli

<< Home