föstudagur, maí 19, 2006

Útlaginn

Yfir holt og himnasængur
hef ég reikað daga og nætur
ég er stór á rauðum hesti
ég er stríðsmaðurinn besti

miðvikudagur, maí 17, 2006

Jú þetta var hann...



...eins og Binni gat réttilega uppá. Myndin hér að neðan var tekinn í Abbey Road hljóðverinu þegar meðlimir Pink Floyd voru að taka upp plötuna Wish you were here. Dag nokkurn er þeir voru að hljóðblanda lagið Shine on you crazy diamond, sem fjallar um Syd Barrett, labbar einhver náungi inn í hljóðverið og sest í sófa eins og ekkert sé. Þeir pæla ekki mikið í honum til þess að byrja með en eftir um 10 mínútur átta þeir sig á því að þetta er gamli vinur þeirra Syd, sem þeir höfðu ekki séð í mörg ár. Þessi töffari á myndinni hér að ofan var búinn að raka af sér allt hárið, augnabrúnirnar og bæta á sig allnokkrum kílóum, því lítið annað hafði hann fyrir stafni en að borða mat og glápa á sjónvarpið. Gömlu félögum hans var augljóslega brugðið og sagt er að Roger Waters hafi brostið í grát. Syd eyddi deginum í hljóðverinu og hlustaði aftur og aftur á lagið sem samið var um hann. Um kvöldið hvarf hann svo jafn skyndilega og hann hafði birst. Enginn meðlima Pink Floyd hafa hitt hann síðan.

mánudagur, maí 15, 2006

Hver er þessi maður?