sunnudagur, janúar 07, 2007

föstudagur, ágúst 25, 2006

Star Wars Cantina By Richard Cheese!

föstudagur, ágúst 11, 2006

Draumur

Þetta dreymdi mig í nótt

Við ákváðum að labba í gegnum skóginn niður að vatninu. Við löbbuðum út á nes nokkurt og biðum í fjörunni. Ég vissi ekki nákvæmlega eftir hverju við vorum að bíða, en það var eitthvað magnað, eitthvað stórkostlegt, eitthvað yfirnáttúrulegt. Það var einhver dulmagnaður kraftur sem lá yfir vatninu en eitthvað hættulegt bjó í loftinu. Skyndilega sneri hann sér að mér og sagði: -varstu búinn að átta þig á þessu-, og benti yfir öxlina á bakvið sig. Ég hrökk í kút því þar hékk niður úr trjánum lík af manni á löppunum, blóð lak úr vitum hans. Í eitt augnablik áttaði ég mig ekki á því hver þetta var en allt í einu rann upp fyrir mér ljós, þetta var hann! -Já þetta er ég-,sagði hann, og um leið og hann mælti þetta sveipaðist andlit hans djöfullegu glotti. Ég gjörsamlega fraus þar sem ég stóð í fjörunni og kaldur sviti lak niðreftir mjóbakinu. Hann stóð þráðbeinn og glápti á mig með þessum ójarðneskjulega svip og skyndilega byrjaði hann að dragast ofaní vatnið hægt og rólega, ennþá þráðbeinn eins og vofan sem hann var. Að lokum hvarf hann alveg og það síðasta sem ég sá var þetta tryllingslega, ójarðneskjulega, djöfullega glott.

Og by the way í draumnum var ég hinn maðurinn, sem sagt draugurinn. Ég vaknaði þegar ég var kominn á kaf í vatnið

fimmtudagur, ágúst 03, 2006

Lífið á fjöllum

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

þriðjudagur, júní 27, 2006

Og einu sinni var...

Ég veit að það muna fleiri eftir þessum


sunnudagur, júní 25, 2006

Man einhver eftir þessu?


föstudagur, maí 19, 2006

Útlaginn

Yfir holt og himnasængur
hef ég reikað daga og nætur
ég er stór á rauðum hesti
ég er stríðsmaðurinn besti

miðvikudagur, maí 17, 2006

Jú þetta var hann......eins og Binni gat réttilega uppá. Myndin hér að neðan var tekinn í Abbey Road hljóðverinu þegar meðlimir Pink Floyd voru að taka upp plötuna Wish you were here. Dag nokkurn er þeir voru að hljóðblanda lagið Shine on you crazy diamond, sem fjallar um Syd Barrett, labbar einhver náungi inn í hljóðverið og sest í sófa eins og ekkert sé. Þeir pæla ekki mikið í honum til þess að byrja með en eftir um 10 mínútur átta þeir sig á því að þetta er gamli vinur þeirra Syd, sem þeir höfðu ekki séð í mörg ár. Þessi töffari á myndinni hér að ofan var búinn að raka af sér allt hárið, augnabrúnirnar og bæta á sig allnokkrum kílóum, því lítið annað hafði hann fyrir stafni en að borða mat og glápa á sjónvarpið. Gömlu félögum hans var augljóslega brugðið og sagt er að Roger Waters hafi brostið í grát. Syd eyddi deginum í hljóðverinu og hlustaði aftur og aftur á lagið sem samið var um hann. Um kvöldið hvarf hann svo jafn skyndilega og hann hafði birst. Enginn meðlima Pink Floyd hafa hitt hann síðan.