fimmtudagur, mars 10, 2005

af aurum skuluð þið apar verða

Ég er búinn að vera að hlusta á Rás 2 í allan dag og það er allt sjóðbullandi vitlaust þarna. Og engan skal undra því þessi ráðning á nýjum fréttastjóra Útvarpsins er eitthvað meira en lítið vafasöm. Ég skal ekkert um það segja hvort hún er af pólitískum toga en ekki er hún á faglegu nótunum. Sá einstaklingur sem var minnst hæfur í starfið var ráðin, maður sem hefur unnið við fjármálstjórnun síðustu árin. Hvað kemur fjármálastjórnun fjölmiðlum við? Þessi maður var sá eini er meirihluti Útvarpsráðs mælti með og tók það fram að hann hefði staðið sig einkar vel í sínu síðasta starfi. Það má vel vera en hann var ekki að vinna við fjölmiðla heldur bókhald. Þó að maðurinn hafi verið stjórnandi og vilji skipta um starfsvettvang verður hann að byrja á botninum eins og aðrir, hann getur ekki bara byrjað á því að verða stjórnandi á einhverju sviði sem hann hefur enga þekkingu á. Reyndar vann hann við fréttamennsku á Bylgjunni einhvern tíman í afleysingum, en það er engan veginn nóg reynsla fyrir svona starf. Aðeins áralöng reynsla við fjölmiðla ætti að vera fullnægjandi.
Þetta mat meirihluta Útvarpsráðs rímar vel við þróun sem átt hefur sér stað í þjóðfélaginu síðustu ár, þar sem það fólk sem vinnur við að handfjatla peninga er einhvern vegin orðið mikilvægasta fólkið í þjóðfélaginu. Ekki kennarar eða læknar eða ruslakallar (ímyndið ykkur hvað myndi gerast ef ruslakallar færu í verkfall í nokkrar vikur!) heldur verðbréfamiðlarar og bankastjórar. Peningaþekking er orðin dýrmætasta þekkingin í landinu og einhvern veginn það sem stjórnar öllu sem þegnar og ráðamenn þessa lands gera. Hversu kapitalísk erum við orðin? Bókhaldari er hæfasti einstaklingurinn til að verða fréttastjóri miklvægustu fréttastofu landsins. Þetta er rugl! Niður með peningavaldið!

12 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já auðvitað fyrirgef ég þér. Það er ekki annað hægt. Þú ert svo sætur.

14 mars, 2005 21:21  
Blogger kaninka said...

Láttu hann vera beljan þín, ég á hann og þú skalt ekki dirfast að reyna að eigna þér hann.
Hættu að kássast uppá hann Sigurgeir minn.

16 mars, 2005 18:26  
Blogger grunar said...

Já! Flott hjá þér! Láttu hana sko heyra það! Ég væri sko til í að gefa henni einn go´moen þessari!

17 mars, 2005 15:37  
Anonymous Nafnlaus said...

HUNGetum við ekki rætt þetta yfir kaffibolla? Við getum gert það þannig að engan GRUNAR neitt og þá þarf enginn að bjóða mér eða gefa mér god morgen. Ég er opinská nútímakona þannig að ég er viss um að við getum náð samkomulagi

17 mars, 2005 16:41  
Anonymous Nafnlaus said...

HUNGetum við ekki rætt þetta yfir kaffibolla? Við getum gert það þannig að engan GRUNAR neitt og þá þarf enginn að bjóða mér eða gefa mér god morgen. Ég er opinská nútímakona þannig að ég er viss um að við getum náð samkomulagi

17 mars, 2005 16:41  
Anonymous Nafnlaus said...

Jú efst átti náttúrulega að standa Hunangsbolla. Hún er nýjasta vinkona mín. Við eigum svo margt sameiginlegt

17 mars, 2005 16:46  
Anonymous Nafnlaus said...

Jæja SIGURgeir. Þú bara vannst. Þetta var nú tæpt. Ég hugsa að ef ég væri búinn að æfa skák frá 4 ára aldri í A evrópu þá hefði ég örugglega tekið þetta.Þannig að,.. tæpt var það.

27 mars, 2005 18:04  
Anonymous Nafnlaus said...

og bobby hefði nú ekki farið með eggið hefði hann komið það er ég nú samt viss um

27 mars, 2005 18:06  
Anonymous Nafnlaus said...

Á ekki að lýsa því hvernig þú malaðir skákmótið um daginn? eða ertu kannski farinn að undirbúa næsta skákmót hhhmmmm....
kv. skarphéðinn

29 mars, 2005 19:54  
Anonymous Nafnlaus said...

Lífið er klósett

11 apríl, 2005 11:04  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er nú meiri eyðimörkin. Ég sá svona fjúkandi runna hérna áðan. Hann fauk fram hjá mér. Ég spurði hann hvort eitthvað væri að gerast hér á eyðimerkursíðunni hans Sigurgeirs. Og veistu hvað hann sagði? Það var dálítið sniðugt sko. Passaði vel við starfsemi síðunnar...Hann sagði,..hann sagði..Hvað sagði hann aftur? Jú nú man ég.Ekkert.

04 maí, 2005 15:14  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er bara bull!! Og þú kallar þig smyglar. Plllthrrrrrr!!!!!!!!!

05 ágúst, 2005 12:36  

Skrifa ummæli

<< Home