Rigning og jarðskjálfti og konan sefur uppí rúmi um miðjan dag
Úff þvílík ísrignin sem bylur á glugganum, brrrr. Ég skrópaði í tímann sem ég átti að fara í áðan á grunndvelli þessarar ógeðslegu rigningar úti. Má ég þá heldur biðja um kuldann sem var um helgina, það er þó allavegana fallegur kuldi. Reyndar var ástæðan fyrir skrópinu líka sú að ég er ekki enn fullbúinn með þetta viðtal sem ég er búinn að vera að afrita í viku núna, ekki búinn að gera neitt annað og enn ekki búinn. Það er alveg ótrúlega merkilegt hvað maður er lengi að gera hlutina þegar maður hefur lítið að gera. Mikið óskaplega hlakkar mig til að fá mér vinnu í sumar eða haust og fara að gera eitthvað og tala við fólk í staðinn fyrir að tala við sjálfan mig og tölvuna allan daginn. Það er einnig skelfilegt hvað almennri tiltekt hefur hrakað gífurlega á heimilinu síðan ég byrjaði í skóla. Ég get svarið það að þegar ég var að vinna tíu tíma á dag og bjó einn þá var oftar vaskað upp og sett í þvottavél. Sjónvarpsgláp og tilgangslaust tölvuráp hefur einnig aukist og aukist. Ég man þegar ég var enn óharðnaður unglingur og átti ekki tölvu og hafði bara eina sjónvarpsstöð. Þá las maður bækur og sat við skriftir og hlustaði á plötur og málaði myndir og upphugsaði upp geðveikislegar hugmyndir um hvernig maður ætlaði að gera byltingu og svoleiðis. En nú er öldinn önnur og það merkilegasta við suma daga er að horfa á Friends þátt. Úff, hvað gerðist eiginlega. Var það kannski ástin? Jú að vissu leyti var það ástin, því þó ástin sé yndisleg og góð og sæt og ég gæti ekki hugsað mér lífið án hennar, þá er það einhvern veginn þannig að þegar maður var þessi unglingur þarna þá var maður alltaf einmana og miskilinn og uppfullur af depurð og lét sig dreyma um ástina, og núna þegar maður hefur fundið ástina, þá er maður ekki einmana og miskilinn og dapur og því hefur maður ekkert til að láta sig deyma um. Ég veit það ekki kannski er þetta bara veðrið. Ég ætla að fara núna og vaska upp, og sópa sameignina og ryksuga stofuna.
Ég hef enn ekki hitt Séra Jón.
2 Comments:
Æ, hvað þetta er fallegur og sorgleru pistill...
Ég hef reyndar tekið eftir þessu þarna með draslið líka... því meira sem mar er heima því meria drasl... skil það ekki alveg, en mér fannst ég vera að taka til í allt sumar... kannski er þetta vegna þess að allt í einu hefur mar líka tíma til að drasla allt út... það einhvernvegi óx í kringum mig eins og illgresi... Kannski munar bara svona miklu að vera ekki heima í 8 klst... og þá ekki nota neitt, hreyfa neitt eða þannig... Þetta gæti orðið merkileg mannfræði stúdía... ætla að sækja um í rannsí...
átti að vera rannís... en rannsí er örugglega líka fínn sjóður... konu sjóður fyrir kvennleg málefni... þ.e.a.s. ef hann væri til.
Skrifa ummæli
<< Home