mánudagur, apríl 24, 2006

Hálendingurinn

Í dag þreif ég svefnherbergið meðan konan fór á jeppanum í verslunartúr og keypti gardínustöng. Þegar hún kom heim náði hún í hamar og tók óðar við að festa upp nýju gardínustöngina, ég var þá rétt að kasta mæðinni eftir klukkutíma ströng þrif. Í því koma gestir og ég fer og opna, gestirnir ganga inn og einn þeirra segir við Þóru er þau koma inní svefnherbergið ,,nei varstu að þrífa". Bara sísona eins og það sé bara sjálfsagt að konan á heimilinu sjái um öll þrif. Ég varð mjög móðgaður þar sem svitin lak enn af enni mínu eftir þrifin, sem ég var ,,by the way" mjög stoltur af. Einnig átti augljóst að vera að Þóra var ekkert að þrífa, hún hélt á hamar og nagla, hvernig þrífur maður með slíkum tólum?

sunnudagur, apríl 23, 2006

Tveir á toppnum 2

Í gær borðaði ég franska berjaköku

í dag borðaði ég ameríska súkkúlaðiköku

þær voru báðar mjög góðar

laugardagur, apríl 22, 2006

Tortímandinn 3

stundum þegar ég vakna á morgnanna langar mig ekkert á fætur og vill helst liggja uppí rúmi fram á kvöld

stundum þegar ég vakna á morgnanna langar mig að stökkva uppúr rúminu og fara að gera eitthvað

ég held þetta hafi eitthvað með loftþrýsting að gera