þriðjudagur, mars 07, 2006

Sagan endalausa

Við Þóra horfðum á Óskarsverðlaunamyndina Crash fyrir nokkrum vikum og fannst ekki mikið til koma. Þóra meira að segja nennti ekki einu sinni að klára hana. Ég horfði þó á hana alla og ég verð að segja að mér fannst hún ekkert sérstök, hún var alltílagi en ekki mikið meira en það. Mér fannst hún klisjukennd, grunn og frekar fyrirsjáanleg. Sem dæmi var nokkuð fyrirsjáanlegt að lásasmiðurinn sem persóna Söndru Bullock treysti ekki vegna þess að hann var mexíkanskur eða eitthvað svoleiðis væri í reynd ekki einhver brjálaður gangster heldur elskandi faðir. Eins var augljóst að fordómafulla löggan sem Matt Dillon myndi sjá villu síns vegar á einhvern dramatískan hátt, þegar hann kom að bílslysinu þarna kom langt í frá á óvart að konan sem hann hafði "assfucked" kvöldið áður væri í bílnum. Og auðvitað átti svarti þjófurinn sem hélt langar ræður um að hann myndi aldrei nokkurn tíma ræna ,,bróður" eftir að gera það seinna í myndinni. Ég gæti haldið lengi svona áfram. Þetta var einhvern veginn allt svo mikil klisja og grunnt, þessi mynd sagði manni ekkert akkúrat ekkert. Ekkert nema það fólk er fordómafullt, hugsar fyrst og fremst um eigin rass og notar samfélagslegar kreddur til að koma vilja sínum fram. En hver vissi það ekki fyrir, fylgist fólk ekki með. Ég veit það ekki, ég er búinn að lifa á þessari í Jörð í 28 ár og sú lexía sem situr hvað fastast í mér er það að fólk er fordómafullt. Þessi mynd var ekki að gera neitt fyrir mig. Hún sagði frá vandamálinu en í henni fólst lítill skilningur.

Áðan fórum við á myndina sem allir héldu að myndi vinna, Brokeback Mountain, og ég get ekki fyrir mitt litla líf skilið af hverju sú mynd vann ekki Óskarinn. Það er bara óskiljanlegt. Menn tala um að Hollywood hafi ekki verið tilbúið fyrir samkynhneigð og ákveðið að taka á kynþáttafordómum þetta árið, kannski verður það samkynhneigð á næsta. Ef sú er raunin er það ótrúlega vond afsökun. Crash reynir að taka á kynþáttafordómum en gerir það ekki vel. Brokeback Mountain hins vegar fjallar um samkynhneigð á stórkostlegan og djúpstæðan hátt. Hún fjallar líka um ýmislegt annað heldur en samkynhneigð og á vissan hátt var það að þetta voru tveir karlmenn sem voru ástfangnir aukaatriði. Aðalatriðið var það ást þeirra gat ekki aldrei orðið. Crash var svo mikið að rembast. Ekki ætti að dæma eftir því sem innihaldið átti að vera heldur hvernig það raunverulega var. Þetta sannar bara þá staðreynd fyrir mér að Óskarsverðlaunin eru ekkert sérstakur pappír, og þeir sem þar stjórna eru grunnhyggnir vitleysingar, þó með hjartað á réttum stað.

Brokeback Mountain er falleg og raunsæ mynd um ást sem aldrei gat orðið. Sagan er listilega vel sögð og sérstaklega vel leikin af öllum sem í henni leika. Hún er laus við klisjur og tilgerðalega væmni. Það var ósjaldan sem mér vöknaði um augun og lokaatriðið er eitt harmþrungnasta atriði sem ég hef séð.

3 Comments:

Blogger Garmur said...

Ég er ekki sammála þér með Crash. Kannski hjálpaði það í mínu tilviki að ég hafði ekki heyrt neitt hype eða vissi neitt um hvað myndin væri áður en ég sá hana. Það gengur vissulega ekki allt upp í henni en ég get ekki verið sammála um að hún sé klisjukennd þar sem að það er í raun engin mynd sem ég man eftir sem fjallar um sama efni á svipaðan hátt. Vanir kvikmyndahorfendur geta væntanlega bent á að hún sé fyrirsjáanleg, en það sama get ég sagt um allar hinar myndirnar sem eru tilnefndar og í raun 90% af öllum myndum sem ég sé. Venjulega hafa myndir um kynþáttaspennu verið um öfga (American History X, Missisippi Burning) en ekki fjallað um daglegu hliðina á vandanum. Eina myndin sem ég man eftir er Do The Right Thing en hún er eiginlega of ýkt til að vera raunsæ. Brokeback er vissulega betri mynd og átti að vinna, en Crash finnst mér næst best af þeim sem voru tilnefndar.

Það er samt mikil synd að Brokeback Mountain skyldi ekki vinna og í raun óskiljanlegt. Akademían á samt hrós skilið þetta árið fyrir mjög góðar og að miklu leyti nokkuð hugaðar tilnefningar í flestum flokkum og mér fannst einhvernveginn á hátíðinni sjálfri að Óskarsverðlaunin væru mikið til að breytast til hins betra. Flestar myndirnar voru mjög pólitískar og margar ræðurnar líka. Jon Stewart var líka afburða góður að mínu mati.

08 mars, 2006 09:49  
Anonymous Nafnlaus said...

Þau eru misþung hamarshöggin Sigurgeir. Virðist fara eftir naglagerð.
Ég meina...Þér fannst Hitchhiker´s guide góð!!
Crash var örg snilld. Mjög góð mynd. Mannleg já. Þær eru það bestu myndirnar. Ég er sammála Kurt Vonnegut þegar hann segir: "Suspense is overrated". Myndir mega alveg vera fyrirsjáanlegar. Það má ekki rugla því saman við formúlumyndir ´,sem eru náttúrulega dauði og djöfull að draga til vítis.

17 apríl, 2006 11:56  
Anonymous Nafnlaus said...

http://www.b2.is/?sida=tengill&id=160448

24 apríl, 2006 17:01  

Skrifa ummæli

<< Home