föstudagur, febrúar 11, 2005

Can take my eye

Þegar ég var að bursta í mér tennurnar í gærkveldi datt mér í hug lítið myndbrot. Ég hafði stuttu fyrr verið að horfa á myndband í sjónvarpinu með Damien Rice. Frekar leiðinlegt lag sem ég veit ekki hvað heitir en í því endurtekur hann tregafullt línuna ,,can´t take my eyes offa you” aftur og aftur og aftur. Eins og sumir vita sem lesa þessa síðu þá er ég með gerviauga sem ég tek úr mér á kvöldin áður en ég fer að sofa, fyrir mér er þetta óskaplega hversdagsleg athöfn en fyrir örðum getur þettað virkað skrítið og jafnvel óðeðfellt. Þess vegna flaug mér í hug þetta myndbrot þar sem einhver gaur (leikin af mér af augljósum ástæðum) er inná baði hjá sér og er að eitthvað að dunda sér eins og gengur og gerist, hummandi þetta lag. Áhorfendur halda kannski að hann sé ástfanginn eða í ástorsorg en allt í einu en mjög hversdagslega tekur hann út úr sér augað og leggur það frá sér á vaskinn eins og ekkert sé eðlilegra. Held að þetta gæti orðið nokkuð kröftugt atriði. Vekur upp ýmsar spurningar eins og hvað er eðlilegt og hvað er hversdagsleiki?

laugardagur, febrúar 05, 2005

Timburmenn

Um áramótin ákváðum við Þóra að hætta að reykja. Við höfum staðið við það að einhverju leyti. Við erum alveg hætt þessum dagreykingum og laus við þessa kvöð að þurfa sífellt að eiga sígarettur. Hins vegar höfum við verið að stelast í að reykja um helgar með því að við fáum okkur í glas. Sem er bara fínt fyrirkomulag, það gerir það einhvern veginn auðveldara að reykja ekki hversdagslega þegar maður veit að maður getur stolist í eina og eina þegar svo ber undir. Það undarlega við þennan rúma mánuð sem liðin er síðan við hættum að við erum bæði búinn að vera mikið kvefuð og slöpp og jafnvel lagst í rúmið af og til. Ég tengi þetta beinlýnis því að við erum hætt að reykja því fyrir jól urðum við aldrei veik og ekki einu sinni örlítið slöpp. Nú mundu sumir vinir mínir segja að ég væri að réttlæta fyrir sjálfum mér að byrja að reykja aftur, en svo er ekki í þetta sinn. Ég held nefnilega að nú þegar líkaminn fær ekki sitt vanalega tóbak, losni um allt það eitur og óþverra sem búin er að safnast upp í kringum árin. Þetta beinlýnis flæðir úr manni í allskonar formum og litum og þess vegna erum við búinn að vera svona slöpp. Og nú enn einu sinni er ég orðinn rúmfastur vegna kvefs og slappleika og það á föstudegi, hrikalegt ástand alveg. Nema þetta séu timburmenn eftir alla geitamjólkina í gærkveldi.

föstudagur, febrúar 04, 2005

Í minningu heilags Frances

Í tilefni að því að í dag er st. Frances dagur datt mér í hug að byrja á þessu bloggi aftur eftir langt hlé. En fyrir þá sem ekki vita var heilagur Frances gerður að dýrlingi á Spáni eftir frækna för hans með hinn heilaga kaleik yfir Pýrenafjöll á öndverðri 11. öld. Frances þessi var farandpredikari og í klaustri einu í Andorra fann hann hinn heilaga kaleik sem þá hafði verið týndur og tröllum gefin um skeið. Munkunum í klaustrinu var mjög annt um kaleikinn og neituðu alfarið að hann yrði færður fyrir Jimenez Kardinála. Það var Frances ráðgáta hvers vegna munkarnir höfðu þagað yfir þessu leyndarmáli sínu svo lengi. Í skjóli nætur hnuplaði Frances kaleiknum og lagði á flótta. En munkarnir urðu hans varir og veittu honum skjóta eftirför. Eftir þriggja sólahringa flótta var Frances aðframkominn af þorsta og þreytu. Sér hann þá geit á beit þar skammt frá. Hann bregður á það ráð að mjólka út geitinni beint í hinn heilaga kaleik. Er hann hafði drukkið fylli sína finnur hann fyrir guðdómlegum ógnarkrafti, þrífur geitina á bak sér, hleypur suður yfir fjöllinn og unir sér ekki hvíldar (nema rétt til að súpa úr geitinni) fyrr en hann stendur frammi fyrir Kardinálanum. Var þetta síðan kallað hið mikla kraftaverk Francesar. En ekki vildi betur til en svo og að sjö vikum eftir fund kaleiksins réðust Márar á Spán og hrifu kaleikin með sér. Síðan hefur ekkert til hans spurst. Þrátt fyrir það var Frances gerður að dýrlingi og til minningar um hann þjóra Spánverjar geitamjólk úr gull-kaleikum hvert ár á þessum degi. Skál.