Can take my eye
Þegar ég var að bursta í mér tennurnar í gærkveldi datt mér í hug lítið myndbrot. Ég hafði stuttu fyrr verið að horfa á myndband í sjónvarpinu með Damien Rice. Frekar leiðinlegt lag sem ég veit ekki hvað heitir en í því endurtekur hann tregafullt línuna ,,can´t take my eyes offa you” aftur og aftur og aftur. Eins og sumir vita sem lesa þessa síðu þá er ég með gerviauga sem ég tek úr mér á kvöldin áður en ég fer að sofa, fyrir mér er þetta óskaplega hversdagsleg athöfn en fyrir örðum getur þettað virkað skrítið og jafnvel óðeðfellt. Þess vegna flaug mér í hug þetta myndbrot þar sem einhver gaur (leikin af mér af augljósum ástæðum) er inná baði hjá sér og er að eitthvað að dunda sér eins og gengur og gerist, hummandi þetta lag. Áhorfendur halda kannski að hann sé ástfanginn eða í ástorsorg en allt í einu en mjög hversdagslega tekur hann út úr sér augað og leggur það frá sér á vaskinn eins og ekkert sé eðlilegra. Held að þetta gæti orðið nokkuð kröftugt atriði. Vekur upp ýmsar spurningar eins og hvað er eðlilegt og hvað er hversdagsleiki?