föstudagur, desember 23, 2005
fimmtudagur, desember 22, 2005
Fyndnustu plötucoverin: no. 1
Herbie Mann - Push Push
Óumdeilanlegur sigurvegari. Olíuborinn með byssu á öxlinni, nei bíddu þetta er þverflauta. Titillin, uppstillingin, bringuhárinn og þverflautan gera þetta að fullkomnu coveri. Og tónlistin ekki síðri, ýmsir fönkslagarar eins og whats going on og shaft spilaðir óviðjafnanlega á þverflautuna. Meistaraverk.
miðvikudagur, desember 21, 2005
Fyndnustu plötucoverin: no. 2 og 3
The Ministers Quartet - Let me touch him
Butch Yelton & Upbound - Swing that Gospel Axe
Þessi tvö cover eiga það sameiginlegt að vera bæði cover á trúarlegum plötum. Þau eru fyndin af svipuðum ástæðum, fyndin titill, og myndirnar á covernum gera titlanna enn fyndari. Let me touch him hefur að sjálfsögðu þessa gay tilvísun sem er mjög fyndin þegar maður horfir á þessa stífu fifties herramenn. Og Swing that Gospel Axe er síðan svo fyndinn vegna þess að þau eru með exi á coverinu, það er svo spurning hvað þau ætli sér að gera með hana, líklega að slátra Myrkrahöfðingjanum og heiðingjum eins og mér.
þriðjudagur, desember 20, 2005
Fyndnustu plötucoverin: no. 4
The Handsome Beasts - Beastiality
Þessi maður hefur greinilega ekki mikla sjálfsvirðingu. Ég held að þetta sé eins manns hljómsveit gaursins á myndinni. Þetta er eitthvað early stöff hjá honum en ekki alls fyrir löngu kom hann með comeback og gaf út þessa plötu:
Magnaður gaur, það er svo spurning á hvorru coverinu hann er meira sexy?
laugardagur, desember 17, 2005
föstudagur, desember 16, 2005
fimmtudagur, desember 15, 2005
Fyndnustu plötucoverin: no. 7
The Louvin Brothers - Satan is Real
Ég geri fastlega ráð fyrir að The Louvin Brothers séu strangtrúaðir bókstafsmenn og að platan sé uppfull af textum sem byggist á hræðslu gagnvart guði og að sjálfsfróun leiði til ófrjósemi o.s.frv. Titill plöturnar á því að gefa til kynna að myrkrahöfðingin sé raunverulegur og fólk skuli bara passa sig að haga sér rétt því annars komi hann og taki þau. Hins vegar gefur myndin til kynna að þeir séu hæstánægðir með Lúsífer og finnist hann svalur gaur og á andlitum þeirra eru brjálæðisleg glott sem segja: komið til okkar, það er svo miklu betra að vera vondur hahahahaha...
miðvikudagur, desember 14, 2005
Fyndnustu plötucoverin: no. 8
ManOwar - Anthology
Það verður að vera a.m.k. eitt metalcover á svona lista. Það voru mörg ManOwar cover sem komu til greina þangað til ég sá þetta. Hvað getur verið fyndnara en að syngja lög á borð við Sign of the Hammer, Metal Warriors og All Men Play on 10, allsberir og olíubornir í ógnandi stellingum.
þriðjudagur, desember 13, 2005
Fyndnustu plötucoverin: no. 9
Ashford & Simpson - The very best of Ashford & Simpson
Ashford og Simpson voru þekkt söngpar á 8. og 9. áratugnum, eitt þeirra frægasta lag var Solid (...solid as a rock). Ef horft er á einungis á konuna sést ekkert fyndið við þetta cover. Þetta er í raun ósköp venjulegt leiðinlegt cover, ef ekki væri fyrir gaurinn fyrir aftan konuna, beran að ofan með þetta líka stórkostlega glott og það virðist eins og hann sé að fara gera eitthvað við hana, búinn að klæða sig úr og hún veit ekkert hvað er að fara gerast. Hann á aðeins eftir að stinga...
mánudagur, desember 12, 2005
Fyndnustu plötucoverin: no. 10
Heino - Liebe Mutter
Þessi maður er víst rosalega stór í Þýskalandi, ég fann að minnsta kosti þrjátíu plötur með honum á Amazon. Heino spilar mjög skemmtilega sérþýska harmonikkutónlist. Á seinni plötucoverum er hann alltaf með sólgleraugu sem er skiljanlegt í ljósi þessa ógnvekjandi augnaráðs sem hér sést.
fimmtudagur, desember 01, 2005
Hvað annað!!!
You're Odin! The Allfather, the wise. You gave up
your eye in the pursuit of wisdom and hung for
days from the world tree to attain even more.
You feel that if you can just gain all the
wisdom in the world you will be able to prevent
Ragnarok.
Which Norse God are You?
brought to you by
Auðvitað er ég Óðinn, við erum báðir blindir á vinstra auga og ég held bara að ég viti þó nokkuð mikið meira núna en þegar ég var með sjón á báðum.